Skátar hafa byggt upp glæsilega aðstöðu við Úlfljótsvatn á síðustu áratugum sem stendur almenningi til boða að nýta sér. Vandaður húsakostur, öflugt tjaldsvæði og margvísleg afþreyingarþjónusta gerir Úlfljótsvatn að góðum kosti fyrir fjölskyldur, fyrirtæki og hópa til að njóta samveru og fallegrar náttúru allt árið um kring.

Fyrir bókanir sendu e-mail á ulfljotsvatn@skatar.is

Hafðu samband!

Villtu vita meira?

Hafðu samband!Fyrir bókanir og fyrirspurnir smelltu á “Hafðu samband!” takkan.

Við erum á Facebook! Click here!

Á Úlfljótsvatni er eitt glæsilegasta tjaldsvæði landsins sem stendur öllum opið. Áhersla er lögð á góða þjónustu við fjölskyldufólk og hópa. Nágrenni tjaldsvæðisins býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla gesti og hugsað er vel fyrir þörfum yngstu gestanna.

Sem dæmi um þá afþreyingu sem í boði er má nefna báta, þrautabraut, klifurturn, fótboltavöll, blakvöll, folfvöll, vatnasafarí og margvísleg leiktæki

Aðstaðan fyrir tjaldsvæðisgesti er mjög góð. Stórar og góðar tjaldflatir með rafmagni, rennandi vatni og salernishúsum. Veiðileyfi er innifalið í gistigjaldi og geta gestir því veitt sér ferskan silung á grillið og á meðan geta krakkarnir leigt hjólabáta eða leikið sér í þeim ótal leiktækjum sem eru á svæðinu. Grill og bekkir eru á víð og dreif sem gestir geta nýtt sér ásamt því að í þjónustumiðstöðinni er hægt nálgast allar helstu upplýsingar eða keypt sér svalandi gosdrykk.
Gestir geta síðan alltaf komið í þjónustuhúsið og notað eldhúskrókinn sem þar er ásamt borðum og stólum. Hreinlætis- og snyrtiaðstaða er öll til fyrirmyndar á svæðinu. Á þjónustusvæðinu er nýlegt 8 sturtu sturtuhús sem er með heitu vatni og opið tjaldgestum. Þá er fjöldinn allur af snyrtihúsum um svæðið með vatnssalernum og utanáliggjandi hreinlætisaðstöðu til að þvo upp mataráhöldin. Það er því hægðarleikur einn að halda sér og fjölskyldunni hreinum og snyrtilegum jafnvel þó dvalið sé í tjöldum og börnin verða óhrein í ati dagsins

Hlökkum til að sjá ykkur,
Starfsmenn úlfljótsvatns.

Ertu að leita að ævintýri? – Við erum staðurinn!1-FMS-travel_agency_new

Our Boy Scout Troop ran a week-long high-adventure trip to Iceland in August. We had a fantastic time! It is an easy nonstop flight from Boston. The staff at Úlfljótsvatn Scout Centre was very helpful in planning our trip, and gave us great suggestions for activities and places to visit.

Accommodations at the camp were comfortable and the food outstanding. Much of the success of our trip was due to the support and advice from our new scouting friends at Úlfljótsvatn. There is so much to see and do in beautiful Iceland — we can’t wait to go back!